Teacher digital competences

Á föstudaginn átti ég fínan fund með leiðbeinanda mínum.  Við fórum yfir hugmyndir mínar og Anna Kristín kom með fínar ábendingar.  Í framhaldi af fundinum hef ég verið að kynna mér “community of practice” og “teacher digital competences”.  Mér sýnist að þetta verið lykilorð í rannsókninni,  ásamt “professional development”.

Wenger hefur rannsakað “community of practice” talsvert.  Sumir kalla þetta “learning network” eða “social learning network”.   Wenger er einmitt væntanlegur til Íslands í haust og þá er skyldumæting hjá mér. Ég mun einmitt rannsaka eTwinning sem mér sýnist að falli vel að skilgreiningu Wengers um community of practice.

Þegar ég fór að skoða hugtakið “digital competence” sá ég að það var margþætt.  Þetta mætti þýða sem hæfni í upplýsingatækni, en mér finnst það ekki ná yfir hugtakið – það er víðtækara.  Fljótlega rakst ég á greinar og vefsíður  um “teacher digital competences”, sem passar mjög vel við það sem ég er að pæla.  Ég fann fína grein eftir Minna Lakkala, Liisa Ilomäki and Anna Kantosalo (University of Helsinki, Finland) sem nefnist “Which areas of digital competence are important for a teacher?”  Þetta er ansi góð spurning.  Þær skönnuðu litteratúrinn og komust að því rannsóknir hafa aðallega beinst að “basic” þáttum eins og að kunna á email, vafra á neti, ritvinnsluforrit, töflureikni og “presentation” forrit.  Það er minna um að rannsakaðar hafi verið leiðir til að nota tölvutækni í kennslu.  Kennarar hafa mismunandi hæfni og þarfir þeirra eru því mismunandi.  Þes vegna þurfa að vera til leiðir til að hver og einn geti fundið sér farveg.

Kennarar bera ábyrgð í notkun tölvutækni í kennslu.  Þeir eru að mennta fyrir framtíðina og þá þýðir ekki að nota áratuga gamla tækni.  Þeir verða líka að gæta að því að þeir eru “role model” fyrir ungt fólk.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s