Hvers vegna eTwinning?

Ég tók fyrst þátt í eTwinning verkefni árið 2005.  Ástæða þess að ég tók þátt var sú sama og ég hef heyrt frá sumum öðrum kennurum.  Mig langaði að prófa eitthvað nýtt.  Ég setti upp verkefni ásamt samstarfskennurum í skólanum mínum og við fundum samstarfsaðila í Grikklandi.  Verkefnið vann til verðlauna á Íslandi.  Svo varð hlé á eTinning hjá mér en ég tók upp þráðinn fyrir tæpu áru og er nú fulltrúi (ambassador) fyrir eTwinning á Norðurlandi vestra.  Ég hef farið á ráðstefnur sem haldnar hafa verið á vegum eTwinning, síðast á ráðstefnu sem haldin var í Berlín í mars 2012.  Þar voru áhugaverðar vinnustofur (sjá dagskrá: conference2012.etwinning.net) þar sem þátttakendur höfðu tækifæri til að skiptast á skoðunum við kennara og stjórnendur frá fleiri löndum. Ein af vinnustofunum, sem ég tók þátt í var: „How eTwinning can contribute to teacher Professional Development and formal accreditation“.  Um vinnustofuna sáu Cathy Francis frá Skotlandi og Sandra Underwood frá Englandi. Þær lýstu því í vinnustofunni hvernig þátttaka í eTwinning hefði haft áhrif á starfsþróun þeirra.  Ég hreifst af því sem þær höfðu að segja og hugsaði með mér að þetta væri tilvalið rannsóknarefni fyrir mig, þ.e. að rannsaka starfsþróun og þátttöku í eTwinning (og öðrum Comenius verkefnum).

Á ráðstefnunni voru bestu eTwinning verkefnin verðlaunuð og ég var svo heppinn að fá að starfa í einni dómnefndinni, en dómnefndarstörf fóru fram í janúar 2012.

Á ráðstefnum eTwinning skín áhuginn úr hverju andliti og maður hefur á næstum á tilfinningunni að þarna séu saman komnir ofvirkustu kennarar Evrópu, en auðvitað er það ekki svo.  Þetta eru einfaldlega áhugasamir kennarar og stjórnendur ásamt fólki frá landsskrifstofum, miðskrifstofu eTwinning, fólk frá ráðuneytum og fræðimenn.  Áhuginn er svo mikill að það er óhjákvæmilegt að smitast.  Þegar maður snýr heim er maður fylltur eldmóði og langar að læra og gera nýja hluti.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s