Við lifum á tímum mikilla breytinga

Flestir kannast við klisjuna um að við lifum á tímum mikilla breytinga.  Kennarar sem klára skóla standa frammi fyrir því að mennta nemendur framtíðarinnar og tæknin er fljót að breytast frá því sem þeir lærðu í undirbúningsnámi í kennaranámi.  Í nýrri tækni eru fólgin mikil tækifæri í kennslu og ef kennarar grípa ekki þau tækifæri sem bjóðast þá eru þeir ekki að nota nema hluta litrófsins í kennslu.  Margir kennarar fara í vörn.  Ef til vill er ástæðan sú að nemendur eru svo fljótir að tileinka sér nýja tækni og eru að mínu áliti almennt betur að sér um tölvur og forrit en kennarar.   Það er þó ekki afsökun fyrir kennara, skóla og menntayfirvöld að sækja ekki fram og nýta þá tækni sem í boði er.   Mér finnst hlutirnir gerast of hægt.  Erum við að dragast aftur úr og erum við að bregðast skyldu okkar til að undirbúa nemendur undir heim mikilla breytinga?

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s