Weaknesses and challenges

Veikleikar eTwinning

Einn af veikleikum eTwinning er að sumum kennurum hefur gengið erfiðlega að fá umbun fyrir þátttöku í eTwinning.  Þetta virðist þó vera misjafnt eftir löndum.  Þetta hefur komið fram á vinnustofum sem ég hef sótt.

Sumir kennarar benda á það sem veikleika að eTwinning geti verið of einmanalegt.  Þeir hitta ekki fólkið sem þeir eru að vinna með.  Sumir nota reyndar Skype eða annan miðil til að eiga samskipti með hljóði og mynd.  Það er samt ekki það sama og hittast í raun.

eTwinning er rafrænt skólasamfélag í Evrópu.  Til að stofna verkefni þarf tvo skóla til (tvo kennara) úr sitt hvoru landinu.  Ekki er mögulegt að stofna verkefni milli tveggja skóla frá sama landi.  Hins vegar er ekkert sem bannar að tveir skólar frá sitt hvoru landinu stofni verkefni og svo bætist við fleiri skólar frá sömu löndum.  Þannig mætti t.d. hugsa sér samstarf nokkurra  íslenskra skóla við nokkra norska skóla!

Málakunnátta stendur sumum kennurum fyrir þrifum.  Þetta á einkum við um Austur Evrópu þjóðirnar, eftir því sem ég hef komist næst á ráðstefnum.  Það kann að vera að hún hindri einhverja íslenska kennara í að taka þátt.  Verkefni geta hins vegar verið á mörgum tungumálum (jafnvel í senn), en líklega er enskan algengasta tungumálið í samsiptum.

Hugsanlega er veikleiki að verkefni sem verða til eru ekki nægilega vel tengd námskrá og því eru nemendur að læra eitthvað til hliðar við námskrána (efni sem er ekki á dagskrá).  Þetta getur þó í senn verið veikleiki og styrkleiki.  Það er þó á ábyrgð kennara að velja verkefni við hæfi og í samræmi við námskrá.

Áskoranir

Það er almennt áskorun fyrir eTwinning að efla það sem vel er gert, þ.e. styrkleikana, gera kennurum kleift að nýta tækifærin og reyna að draga úr veikleikunum.

Það er einnig áskorun fyrir eTwinning að fjölga virkum þátttakendum. Skráðir þátttakendur eru mjög margir en það þarf að virkja fleiri.  Það er mín skoðun að til að svo megi verða þurfi að má menntayfirvöld til liðs við eTwinning. Í sumum löndum eru stefnumótendur í stjórnsýslu (t.d. ráðuneytum) vel inn í málum og sækja t.d. eTwinning ráðstefnur. Á Íslandi er eTwinning með starfsmann á landsskrifstofu.  Þar að auki eru eTwinning 6 sendifulltrúar á landsbyggðinni.  Ég tel að skólastjórnendur gegni mikilvægu hlutverki í að eTwinning geti verið hluti af skólastarfi og hluti af starfsþróun kennara.  Sumir kennarar upplifa það að þeir séu að vinna verkefni nánast í óþökk stjórnenda, a.m.k. vilji stjórnendur lítið vita af starfinu.  Þarna er tækifæri og áskorun til eTwinning og skólastjórnenda að bæta úr.

Advertisements