Strengths and opportunities

Einn af ótvíræðum kostum eTwinning er að engin umsýsluskilyrði eru tengd verkefnunum þar sem þau fá ekki styrki, auk þess sem ekki er nauðsynlegt fyrir samstarfsaðila að hittast augliti til auglitis, þar sem vinnan fer fram í gegnum Netið.  Að lokum er eTwinning í senn tækifæri til að hugsa stórt eða hafa hlutina einfalda. ( http://www.lme.is/doc/948 )

Kennarar ráða sjálfir ferðinni. Þeir taka þátt í samstarfsverkefni ásamt nemendum sínum og læra sjálfir, af öðrum kennurum og af nemendum.  Það eru ekki aðrir sem ákveða námskeið sem henta, heldur eru það kennararnir sjálfir sem ráða hvers konar verkefni þeir taka þátt í og hvaða hæfni þeir þjálfa.  Kennararnir læra á meðan þeir taka þátt (learn by doing). Þeir velja úr, fá strax tækifæri til að nota í starfi og það skapast strax tækifæri til að meta árangur.

Kennarar sem taka þátt í eTwinning verkefni eru ekki bundnir af eigin skóla.  Þeir geta þróað hæfni, án þess að allir aðrir kennarar skólans þurfi að þjálfa sömu hæfni.

eTwinning gefur kennurum fámennra skóla að mynda tengsl við aðra kennara.  Það er kostur fyrir kennara sem finnst þeir vera einangraðir í starfi.

Kennarar geta notað eTwinning á margvíslegan hátt. Dæmi um það væri að nota eTwinning sem:

– grunn á Netinu fyrir hugmyndir og innblástur.

– tæki til að byggja netsamfélag og tengjast fólki.

– lausn til þess að finna fólk sem vill taka þátt í alþjóðlegum verkefnum.

– tækifæri fyrir samstarfsverkefni nemenda.

– tækifæri til faglegrar þróunar.  ( http://www.lme.is/doc/948 )

Advertisements