eTwinning as a community of practice

eTwinnig er samfélag skóla í Evrópu. Kennarar frá öllum þátttökulöndum geta skráð sig og nýtt sér netverkfærin sem í boði eru til að finna samstarfsaðila, hitta fólk, deila hugmyndum, finna dæmi um verkefni, mynda samstarfshópa, læra saman á námskeiðum og taka þátt í netverkefnum. Í viðbót við það að vera hluti af samfélagi kennara í Evrópu þá er eTwinning einnig tækifæri fyrir nemendur til að kynnast í gegnum samstarfsverkefni. Grunnstoð eTwinning árið 2005 var hugmyndin um að tengja skóla yfir landamæri og að fá ungt fólk í Evrópu til að hafa samskipti sín á milli. eTwinning verkefni tveggja eða fleiri skóla frá a.m.k tveimur löndum gefur bekkjum tækifæri til að vinna saman með hjálp upplýsingatækni.

eTwinning er rafrænt skólasamfélag í Evrópu. Tenging á milli skóla á sér stað í gegnum kennara.  Hugsanlega er bara einn kennari frá hverjum skóla, en sennilega yfirleitt fleiri.  Nemendur kennaranna tengjast síðan í verkefni.

Það eru kennarar, en ekki skólar, sem skrá sig á eTwinning.  Þess vegna er um tengslanet kennara að ræða.

Kennarar geta tekið þátt í ýmissi starfsemi á eTwinning, auk þess sem þeir geta stofnað verkefni.  Nefna má vinnustofur og námskeið á netinu.  Einnig geta þeir farið inn í hópa á eTwinning sem hafa ákveðið “topic”.  Dæmi um slíka hópa er hópur um leiðir til að nota upplýsingatækni í verkefnum.  Annar áhugaverður hópur heitir “Creativity in the classroom”.  Lýsingin á markmiði þess hóps er góð, vegna þess að þar kemur fram góð lýsing á því hvernig eTwinning getur virkað sem tengslanet (feitletrun er mín):

“eTwinning projects are ideal means to promote student’s creativity. Many teachers have already done a lot in this field. The “Creative Classroom” group is created to support teachers towards this direction: implementing creativity in everyday teaching and eTwinning projects in an effective and professional way. Teachers in this community will learn more about creative thinking, techniques, activities, games etc. Besides the educational material that is provided and updated on a regular basis, participants will share material and examples of good practice that they have already implemented in their projects. Learning in a community depends on the interactivity and sharing among the community members and this is one of the main objectives in order to end up with an online pedagogical guide about creativity!”  (www.etwinning.net)

Cachia, R. (2011) Trends and Challenges for Teacher Networking.  TellNet

Fetter, S., Berlanga, A. J., Sloep, P., & Vuorikari, R. (2011). Major trends arising from the network.  TellNet

Nánari upplýsingar um eTwinning eru t.d. á vefsíðu eTwinning á Íslandi og á íslenskri síðu Menntaáætlunar Evrópusambandsins (sérstaklega: http://www.lme.is/doc/948)

Advertisements